Banna sundlaugar

Hvernig er hægt að bjóða upp á slíka staði þar sem perrar geta setið í pottum og glápt á hálfnakið fólk vappandi um? Þetta þarf klárlega að banna! Konum á að vera óheimilt að vera í bikiníum og eða topplausum því að það leyðir til vændis... það bara hlýtur að vera! Þar sem er hold, er vændi. Á skemmtistöðum er svo bannað að dansa vegna þess að eggjandi dans leiðir til vændis. Hér eftir verður bara leyft fugladansinn og tja tja tja! Áfengi á að banna því að það leiðir til ofbeldis og nauðgana og bíla á að banna því að það leiðir til bílslysa! Vatn á að banna því það leiðir til drukknunar, og internetið á að banna því þar er hægt að finna klám! Öll tímarit á að banna sem að hafa myndir af einhverjum, því eflaust er verið að kúga einhvern með myndunum, og pottþétt hægt að finna eitthvað kynferðislegt við flesta myndir ef vel er að gáð. Hvers vegna ekki að banna lögreglur líka því að það leiðir til lögregluofbeldis?

Hve langt á að ganga í þessu bann-æði? Hví ekki hafa eftirlit bara með stöðunum og taka á þeim reglubundið tékk, svipað og gert er með sjoppur og sígarettur? 


mbl.is Vilja banna nektarsýningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Kolrugluð Halldórsdóttir er þingkona sem aldrei á að taka neitt mark á. Það á bara að brosa út í annað og gleyma henni svo.

Vendetta, 29.1.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Það eru orð að sönnu.. ég bara kvíði því mest að einhver fari að sperra eyrun áður en hún leggst í helgan stein, sem er eitthvað sem hún ætti að íhuga að gera sem allra fyrst.

Sigurður Jökulsson, 29.1.2008 kl. 21:42

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

eða banna heldur báðar þessar öfgafullu stefnur; pervisma og femínisma.

Brjánn Guðjónsson, 29.1.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Kolbrún er frábær kona og virkilega góður fulltrúi VG.  Ég bara get ekki sætt mig við að þið séuð að gera lítið úr henni og því sem hún stendur fyrir.  Reyndar á hún ekki að standa fyrir nöktu fólki eða öðrum.  Allir eiga að rétt á að komast leiðar sinnar naktir eða ei.

Björn Heiðdal, 29.1.2008 kl. 23:24

5 Smámynd: Sigurður Árnason

Þetta er nú algjör vitleysa sem þú ert að skrifa. Þetta snýst um að koma í veg fyrir mansal og eiturlyfjasölu. Mansal er með viðbjóðslegasta sem er til í þessum heimi, þar sem er verið að þvinga konur í einhvern sem þær vilja ekki og ef þetta er leið til að koma einhvern í veg fyrir það, þá er það mjög gott. Það er líka engum til góðs að hafa svona, þetta er einfaldlega niðurlæging fyrir konur. já það á að reyna banna alla hluti sem geta komið sér mjög illa fyrir fólk og þar sem þrífst vændi, mansal og eiturlyf. hugsið aðeins líka um það fólk sem er þvingað tl vændis, þá sérðu kannski aðra hlið á málinu, ef þú hefur einhvað gott í þér.

Sigurður Árnason, 29.1.2008 kl. 23:40

6 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

"Hví ekki hafa eftirlit bara með stöðunum og taka á þeim reglubundið tékk, svipað og gert er með sjoppur og sígarettur? "

Því að það er greinilega enginn áhugi á að loka þessum stöðum þótt þeir kolfalli á tjékkinu. Bæði Kompás og úttekt bandaríska sendiráðsins á glæpastarfssemi hér á landi sýndu fram á vændissölu á Goldfinger en hann stendur ennþá. Mér líst annars vel á Geira sjálfan, hann er örugglega með stórt hjarta, enn þeim mun verr á staðinn sem hann rekur.

Ísleifur Egill Hjaltason, 29.1.2008 kl. 23:43

7 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Nafni, þetta eru alveg óþolandi rök að minnast í sífellu á þetta mansal. Þú getur ekki neitað því að mannslíf er mikilvægara að bjarga en mani einhvers, eða hvað? að sjálfsögðu á kannski ekki að gera á milli, en í guðana bænum bannaðu bíla og bjargaðu mannslífum. Ef að mansal ætti sér stað undir brúm í stað þessara staða (sem ég hef ekkert fyrir föstu að svo sé), ætti þá að loka öllum brúm??? Það á að koma í veg fyrir það sem að ólöglegt er og gefa fólki frelsi til að velja hvað því finnst ósiðlegt. Enginn er skuldbundinn til að fara á þessa staði, né er nokkur skuldbundinn til að vinna á svona stað (ef slíkt væri, þá er það ástæða til lögreglu að líta á). Það þýðir ekki að vera að ásaka á fullu þegar sannanir eru engar eða bara á brauðfótum byggðar. Ef að konur ákveða sjálfviljugar að vinna á slíkum stað er það þeirra frelsi að gera slíkt. Alla glæpahringi þarf að uppræta og það á að gefa lögreglu svigrúm til að vinna úr þeim. Það á samt ekki að banna löglega starfsemi, þótt hún þóknist ekki öllum. Mér er illa við sígarettur, þær eru nú samt löglegar.. ekki verða þær ólöglegar alveg í bráð þótt frelsi grey viðskiptavina þeirra er skert með degi hverjum.

Til að smygla fíkniefnum og vændiskonum til landsins þarf að nota annað hvort skip eða flugvélar, hvernig væri að banna þær líka? Þú vilt bara banna þann hluta sem ekki snýr beint að þér vegna þess að þú hlýtur engan missi af því að þessir staðir fari (ekki ég reyndar heldur, en það er ekki það sem málið snýst um).

Það gengur ekki upp að banna staðsetningar á stöðum þar sem ólögleg starfsemi fer fram (ef hún þá fer fram). Starfsemin færist alltaf til. Fíkniefni voru á Íslandi áður en þessir staðir komu, einnig vændi, einnig nektardans. Hvað nákvæmlega er verið að uppræta? Einhversstaðar verða vondir að vera, og þá er gott að löggan viti hvar á að leita, ekki satt?

 Ísleifur: það er munur á að sjónvarpsstöð tékki á stað (sem reyndar hafði afleiðingar, leyfi var ekki endurnýjað í goldfinger og fleiri stöðum eftir það ef ég man rétt) og að lögreglan geri úttekt á stað. Þangað til er það bara orð gegn orði. Veit reyndar ekkert hvernig hann hefur tekið á þessum vanda hann Geiri, né veit ég hvernig staðurinn var fyrir fjölmiðlafárið.

Það má alveg setja á laggirnar eitthvað prógram til að "bjarga" konum úr vændi og bjóða þeim jafnvel vel launuð störf í einhverju öðru.  Gæsalappirnar er vegna þess að ekki vilja þær allar vera bjargað, né voru þær allar þvingaðar í bransann.. 

Sigurður Jökulsson, 30.1.2008 kl. 03:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Jökulsson

Höfundur

Sigurður Jökulsson
Sigurður Jökulsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband